smá fréttir

Október mánuður hálfnaður og drunginn og myrkrið færist yfir Stokkhólminn, allt er hljótt, einstaka ýlfur heyrist í fjarska en ekki sálu að sjá á kvöldin, hér eru menn innanhúss á kvöldin yfir vetrarmánuðina.

Enn eitt rán á peningabíl um helgina en fyrir nokkrum árum var einmitt mikið um að rán á svona bílum en minnkaði þegar til bófanna náðist og þeim stungið í steininn. Nú hefur þeim nýverið verið sleppt og á sama tíma eykst tíðni nýrra rána.

Gaman að fylgjast með borgarstjórnarmálum, átakanlegt að sjá að stjórnmálamenn lesi ekki samninga í þaula þó að ég geti ekki sagt að ég geri það sjálfur þegar maður samþykkir e-a skilmála áður en maður hleður niður af netinu. 

Eyrún á nýju haustermini í ballet, orðin flink að dansa og vinkonurnar dást af henni, henni gengur vel í skólanum og er farin að lesa.  Hana langar mikið til Íslands um jólin að sjá flugeldana yfir áramótin. 

eyrun071016


Vaka með bílavit

vaka 3

Vaka litla þurfti um daginn að bera svona kraga vegna húðsárs með sekúnder sýkingu, var mjög pirruð á þessu enda alltaf að reka plastið utan í karma, veggi, jörð o.s.frv.  Sárið gréri þó fullkomlega og hún tók gleði sýna á ný, sýndi ákveðið næmi í gær þegar hún í fyrsta skipti pissaði utan í bíl, valdi þá Audi sem gladdi mig enda fyrirtækið helst þekkt fyrir að kópíera freklega frá góðum og gegnum framleiðendum ss Mercedes  och BMW.

Eyrún aftur byrjuð í ballett, nú byrjuð að æfa við slá, glæsilegar æfingar en ég er orðin soldið stressaður á þessu sporti sem veldur næstflestum meiðslum af öllum íþróttum sem hægt er að velja, einungis Rugby sem er verra en sem betur fer hefur hún ekki énn þá a.m.k áhuga á því.  Ballett er nefnilega íþrótt sem sérhæfir sig í ónáttúrulegum hreyfingum, ökklar og tær eru fótum troðnar og hvers kyns átraskanir eru tíðar.

Byrjaður að spila körfubolta aftur með félögunum, Sigurður Yngvi í bestri þjálfun, Diddi búinn að bæta á sig en klæðir það vel af sér með Indy fötunum (þó ekki inn á vellinum)  Helgi er yfirleitt á næturvakt, Einar soldið óhittinn og Mario er króniskt uppveðraður af þesseri disputation tign sem hann fékk á 2,5 árum frá Karolinska, 1,5 ári á undan áætlun þeim till mikils ama.


sjóræningjar, ég meinti tjón upp á 140 milljarða á ári!

Þó eru mörg minni tilvik ekki tilkynnt

sjóræningjar, ég meinti 140 milljarða tjón á ári

jafnvel meira, mörg minni tilvik ekki tilkynnt.

 


Stefán Máni gerir svona gjörningum skil í bókinni Skipið

Var einmitt að klára bókina Skipið og mæli með bókinni, vissi ekki að nútíma sjóræningjar valda tjóni upp á ca 14 milljarða króna árlega.  Oftast eru ránin framin við Strait of Malacca er á milli Malaysia og Indonesian Island of Sumatra en á þessu svæði fara 50000 skip árlega frá Asíu til Evrópu.

present_pirate_4present_pirate1998_chart

4 meginástæður eru fyrir því að það gengur betur en áður að ræna út á sjó

1. Tækni: Skipin eru ekki lengur herskip, áhöfnin er minni á flutningaskipunum og sjóræningjar eru á hraðskreiðum bátum með vopnum

2. Minni sjóher: miklu færri herskip á opnum hafsvæðum

3. Erfiðleikar hjá stjórnvöldum ríkja: Fyrrverandi nýlendur og fátæk ríki geta ekki haldið uppi vörnum

4. Ófullnægjandi reglur og lög:  skipin sigla undir fánum Panama, Honduras og Liberia sem veldur vandræðum og veseni, fyrrnefnd ríki ráða varla yfir flota.

Þó hefur tekist með "anti-piracy effort" að minnka tíðnina á þessum óskudda.


mbl.is Dönskum gíslum sleppt úr haldi sjóræningja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Versti vítaspyrnudómur í háa herrans tíð

Sammála Gerrard, dómurinn alveg afspyrnulélegur og ljóst að Styles var kominn með háþrýsting og kvíðahnút yfir þessu öllu saman, honum þó til vorkunnar að allir fótboltamennirnir hlupu ógnandi og öskrandi að honum í hvert skipti sem hann blés í flautuna sína...frekar streituvaldandi vinnuskilyrði.
mbl.is Steven Gerrard: Viðurkenndu mistökin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

kominn úr sumarfríi

Frábær tími á Íslandi að baki, óskaplega gaman að hitta fjölskyldu og vini án þess að ég vilji gerast væminn.  Sól og blíða allan tímann og allir í góðum fíling.  Árni Jón og Annetta lánuðu mér forláta Toyotu af einskærri gjafmildi sem ég notaði óspart til að sveigja á milli jeppanna, þau hafa fengið byggingarleyfi og í næstu heimsókn drífur maður sig í byggingarvinnu, ég verð bara að passa hendurnar sbr fyrri pistill um mínar viðkvæmu, sigglausu hendur.  Þorvarður og Eygló skírðu litlu dúlluna sína Steinunn Edda í blíðskaparveðri f austan fjall, 2 metra prestur frá Selfossi sá um atburðinn löðrandi sveittur í búnaðinum sínum,  Varði sér um að líkna á líknadeildinni í Kópavogi í sumar áður en haldið verður í frekari ævintýri úti í USAnu (Iowa).  Benni var að vonum hress, aldurinn hreinlega bítur ekki á drengnum, æfir þó ekki nema 8 sinnum í viku.

Eyrún komin á hestanámskeið, stillt og athugul eins og venjulega og fannst unglingarnir sem kenna ekki alveg nógu professional (þar sem þeir lágu og veltust um í slagsmálum) spurði ömmu sína hvort unglingara virkilega kynnu að kenna.

E og M

andskotans fótboltaleikur og nútíma nuddarar

Var á leiknum á miðvikudaginn, sat ásamt öðrum íslendingum og horfði á ósköpin, allt hefur verið sagt sem segja þarf um þennan leik, ég var aðallega hreikinn af dóttur minni (með húfuna) og Kötlu vinkonu hennar (dóttir Sigurðar og Sunnu) sem sungu "heja Ísland", þær voru sko ekki að velta sér upp úr þessu, Katla söng síðar á leiknum heja Zlatan,,,algjör krúttEyrún landsleikur

 þegar við Eyrún fórum til baka sá ég mér til mikillar skelfingar að ég hafði óvart lagt á stæði fyrir fatlaða (handikappad á sænsku) og að sjálfsögðu fengið sekt upp á 10000 ÍKR, niðurlægingin alger.  Þegar ég sagði frá óförum mínum í vinnunni notaði ég orðið förståndshandikappad sem þýðir geðfatlaður og fékk skrýtin svipbrigði og það ekki í fyrsta skipti, hrikalegt að valda sífellt misskilningi.

Eftir mjög harða vinnuviku sá ég á heimasíðu vinnunnar að manni gæfist kostur á nuddi upp á sjöttu hæð þar sem allir stjórnendurnir eru, frábær hugmynd og ég sá fyrir mér huggulega konu að vinna á sárum vöðvunum..ja eða mann (eins og Didda) en þegar upp var komið blasti við mér forljótur, þykkur og svartur Nuddstóll sem ég klöngraðist í...frekar mikið mis eitthvað, síðan byrjaði ég að hristast  og 2 angar teygðu sig út úr þessum viðbjóði og nudduðu vöðvana við Hliðina á bakvöðvunum, ég lá á stólnum ókúl í grænum skurðlæknabúning uppi á skrifstofu yfirmannanna (er að sjálfsögðu aldrei þarna)...hristist, skakast og finn að brjóstvöðvarnir mínir eru ekki alveg eins skornir og ég hélt, leið frekar eins og flatbrjósta konu og hlustaði á slökunartónlist, get ekki látið sjá mig þarna aftur.

Nú tekur helgin við, 29 gráðu hiti og Stokkhólmur er frábær á sumrin, mér er það hulin ráðgáta hvers vegna fólk fer til Köben.

 

 


Leynivopn Svía verður "Chippen Vilhelmsson"

Lagerbakkarinn sýndi myndband af bestu tæklingum Svía í gegnum árin svona til að halda mönnum við efnið, allmennt eru menn mjög sigurvissir hér eins og venjulega.  Ég fer á leikinn með Eyrúnu í kvöld og vonandi spýta okkar menn í lófana og vinna leikinn.  Í gær fór fram kraftakeppni á Norrmalmstorgi í miðbæ Stokkhólms, 3 svíar og 3 íslendingar kepptu og skildu jafnir í skemmtilegri keppni þar sem Benni var fremstur meðal jafningja.  Einn svíinn var í svo þröngum búning að hann varð cýanótískur (blár) í framan, passaði vel við fánalitinn en ekki jafn vel við heilafrumurnar hans.  Hitti þar nokkra fræga íslendinga ss Magnús Ver og Samúel Örn Erlingsson sem er örugglega frægasti íþróttafréttamaður íslendinga á öllum Norðurlöndunum, mikill heiður að fá að hitta hann, var samt bara pínu stressaður.

Á laugardaginn s.l fórum við Diddi, Gunna, Sigurður, Sunna, Sigga og Alfreð (Freddi.) á tónleika með Antony and the Johnsson í Dalarna í stórri gryfju, frábær hljómur og mikið stuð sérstaklega á okkur sem misskildum smá...héldum að þetta ættu að vera stuðtónleikar, enginn meiddist þó.

 


mbl.is Allbäck og Rosenberg frammi gegn Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar sjá um sína

Heilsaði upp á 6 glæsilegar íslenskar konur sem voru í helgarskreppi til Stokkhólms, ein af þeim Elín María sem er systir Ólafs Más Björnssonar kollega og ven en hann hafði spurt mig hvort ég gæti stungið upp á einhverjum pubbum/veitingahúsum fyrir þær.  Hitti þær á staðnum Hotell í Östermalm áhyggjufullur, kannski bara hundleiðinlegt hjá þeim, allt of hávær tónlist.  Annað kom í ljós, íslendingar hafa ráð undir rifi hverju þegar skemmtanir eru annars vegar, hópurinn í góðu stuði og þar voru einnig Arna og vinkona hennar Þorbjörg Helga, elegant fulltrúa fyrir þjóðina.  Gat engan veginn dvalið lengi enda á bakvakt nýkominn úr vinnunni og lyktaði sjálfsagt eins og elliheimili, hafði líka týnt hárgelinu sem er meiri fötlun en margan grunar, alla veganna þegar ég á í hlut, leit út fyrir að hafa orrahreiður á höfðinu svona ofan á þessa gríðarlegu hreisturmyndun á hársverðinum og ofvöxt svitakirtla sem ég þjáist af.

Á laugardaginn fórum við Eyrún með eðalhjónunum Manoj och Annurada Kakar till Skarpö og hittum Göran Olivestedt og Bibbi konuna hans í Skarpö í stórfallegu húsi með útsýni yfir skerjagarðinn, Eyrún safnaði nokkrum sniglum og lét þá á sama stað "þ.a. þeir gætu talað saman", vildi ekkert hafa með morðsniglana sem eru bæði brúnir, ljótir og án kuðungs.

Á sunnudaginn var sól og blíða og þá farið í sólbað og Eyrún óð í fyrsta sinnn í ár út  í vatnið sem er ennþá of kallt til að synda í því, Vaka fékk sér þó sundsprett og mjög fyndið að sjá kvikindið skreppa saman eins og lopapeysu eftir þvottarprógramm valið af Valdimari Þorsteinssyni (100 gráður og skilvinda)

Bara 3 vikur þangað til ég kem heim...mikil tilhlökkun

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband