Vaka með bílavit

vaka 3

Vaka litla þurfti um daginn að bera svona kraga vegna húðsárs með sekúnder sýkingu, var mjög pirruð á þessu enda alltaf að reka plastið utan í karma, veggi, jörð o.s.frv.  Sárið gréri þó fullkomlega og hún tók gleði sýna á ný, sýndi ákveðið næmi í gær þegar hún í fyrsta skipti pissaði utan í bíl, valdi þá Audi sem gladdi mig enda fyrirtækið helst þekkt fyrir að kópíera freklega frá góðum og gegnum framleiðendum ss Mercedes  och BMW.

Eyrún aftur byrjuð í ballett, nú byrjuð að æfa við slá, glæsilegar æfingar en ég er orðin soldið stressaður á þessu sporti sem veldur næstflestum meiðslum af öllum íþróttum sem hægt er að velja, einungis Rugby sem er verra en sem betur fer hefur hún ekki énn þá a.m.k áhuga á því.  Ballett er nefnilega íþrótt sem sérhæfir sig í ónáttúrulegum hreyfingum, ökklar og tær eru fótum troðnar og hvers kyns átraskanir eru tíðar.

Byrjaður að spila körfubolta aftur með félögunum, Sigurður Yngvi í bestri þjálfun, Diddi búinn að bæta á sig en klæðir það vel af sér með Indy fötunum (þó ekki inn á vellinum)  Helgi er yfirleitt á næturvakt, Einar soldið óhittinn og Mario er króniskt uppveðraður af þesseri disputation tign sem hann fékk á 2,5 árum frá Karolinska, 1,5 ári á undan áætlun þeim till mikils ama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband