Utvecklingssamtal

Á morgun fer ég í svokallað utvecklingssamtal hjá prófessornum, 20 mínútur af samtali um mig í stærra samhengi.  Allar mínar fyrri tilraunir til að fá alvöru kauphækkun hafa ekki gengið, Sigga Más,  kollega, landsmaður og vinur fékk í sínu viðtali upplýsingar um að hún væri ekki í launaviðtali heldur  launaupplýsingum og ætti að vera fegin að fá að vinna á heilögum Eiríki.

Ef maður "utvecklas" ekki þá "avvecklas" maður, þ.e.a.s vanþróast á okkar tungu....ég vona að ég sé að þróast.

Eyrún eignaðist "Singstar" og kann núna lög með Carolu og fleiri sænskum snillingum en fyndnast er þó að heyra hana syngja á ensku með hreim og fylla í skörðin með nýmælgi, alger snilld.  Opið hús hjá henni í skólanum í gær, ég hafði flýtt mér eins og skollinn í vinnunni, ætlaði að hlaupa út kl 15:30 en læsti mig inni í stigagangi (gleymdi öryggiskortinu í sloppnum) og þurfti að hringja á hjálp við að opna og hljóp svo að sjálfsögðu beint í fangið á klíniksjéffanum, sagði eitthvað óskiljanlegt við hann og náði svo lest sem var svo 40 mín of sein og eftir það bið eftir leigubíl sem lét líka bíða eftir sér.  Missti því að sjálfsögðu af söngatriði dótturinnar. 

Annars er 25 stiga hiti, sól og blíða, mæli með Stokkhólmi, Spánn er of heittgamla-stan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

Já, maður er reglulega minntur á það hvað maður á að álíta sig heppinn að vera að læra á góðum stað og þvílíkt aukaatriði sem launin eru, svo lengi sem maður vinnur með þeim bestu. Hefurðu reynt að borga rafmagnsreikning með reputation...?

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 27.4.2007 kl. 05:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband