Mjúk húð, málýskur og óregluleg hegðan

Diddi og Gunna sem eru sómahjón og "vinafólk" mitt fékk heimsókn í nokkra daga hér um daginn af einhverju liði og mér og Eyrúnu var boðið í mat, frábæran kjúklingarétt sem Diddi hristi fram.  Eftir að við Eyrún fórum barst talið af því hver þessi Jóhann væri eiginlega og þá fannst gestunum að ég væri kominn með vissan syngjandi rytma í röddina, þ.e.a.s sænskan hreim.  Mér hryllir við þessum tíðindum enda í fersku minni þegar maður hlustaði á sérfræðinga (t.d Halldór Jónsson ortóped, sérfræðingur í acetabulum) nýkomna úr Svíaríki með þessa alveg spes málýsku sem mætti kalla íslsvenska.  Þeir sem komu frá USA voru miklu meira kúl.  Þessi tíðindi fékk ég sama dag og ég skar hendina á mér með venjulegum pappír.  Eftir margra ára handsprittnotkun og hanskanotkun á skurðstofum eru hendurnar orðnar algerlega lausar við sigg og eftir að framleiðendur handspritts fóru að setja mýkingarefni í vökvann hef ég fengið alveg einstaklega mjúkar hendur. 

Lendi mjög oft í vandræðum þegar ég fer í gegnum dyr e-s staðar og hef Eyrúnu og hundinn Vöku með í för en hún er í bandi.  Þar ég er eins og áður hefur verið nefnt mjög "goal orientet" geng ég alltaf ákveðinn í gegnum þessa strúktúra, Eyrún vill alltaf fara fyrst og Vaka vill alls ekki vera síðust og því troðumst við oft á sama tíma í gegn, alveg með ólíkindum og mér líður alltaf dálítið kjánalega þar sem ég á nú að vera þroskaðastur af hópnum.

Vorið er að koma í Stokkhólmi og ég mæli með borginni fyrir alla sem áhuga hafa, hún er frábær á vorin og sumrin, nú verður ódýrt að fljúga og miðarnir ódýrastir á http://www.sas.se  . Upplýsingar um borgina finnast á þessum link http://www.stockholm.se/.  Árni Jón stórvinur ætlar einmitt að koma í heimsókn í seinni hluta maí en þá er komið sumar og hitinn oftast ca 23 gráður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

Þú hefur nú alltaf verið sérlega mjúkhúðaður, ekki satt? Fer vel með érlega sænskum hreim. Það var nú bara það. Þetta gæti verið verra. Þú gætir verið eins og ég og talað með Minnesótahreim. Svona eins og í mynd Cohen bræðra, Fargo. Ja, you betcha... Bíð bara eftir því að landi þinn, Peter Stormare, setji mig í kvörnina.

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 13.3.2007 kl. 03:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband