föt, píanó og Orri

Atburðalitlir tímar, hjálpaði Sigurdi Yngva med fjandans píanó í gærkvöldi, hann kalladi okkur 3 til hjálpar, Einar Gunnar mætti full fiðraður í vinnugalla, Helgi lítur alltaf út eins og karl í krapinu, Sigurður klæddi sig líka niður en ég var sá eini sem var á lakkskóm eins og misheppnaður akademiker að fást við veraldleg vandamál enda var mér flótlega ýtt til hliðar (flytta på dig Jóhann). Ekki jókst hróður minn heldur þegar ég lenti í tæknilegum örðugleikum með lyftarann á flutningabílnum og "velti næstum píanóinu" eins og Sigurður svo fínlega orðaði það. 

Lendi ennþá í þeirri árans aðstöðu að kaupa föt í öðrum stærðum, keypti mér skyrtu um daginn og naut hjálpar liðlegrar afgreiðslustúlku sem sagði að hún færi mér mjög vel.  Ég var sammála því og ákvað að kaupa hana en þá kom hún líka með eitthvað vesti sem hún tróð upp á mig og sagði að ég væri mjög myndarlegur einmitt í vestinu (þrátt fyrir að ég gæti bara hneppt 3 efstu tölunum), keypti vestið að sjálfsögðu líka og geymi það núna í skúffu, minnist Fóstbræðrasenurnar þegar Jón Gnarr er skilinn eftir fyrir utan fatabúðina og þvælist inn í hana og kemur út klæddur eins og viðrini.  Ætla aldrei aftur að hlusta á afgreiðslufólk.

Sigfús Orri eignaðist sitt annað barn um daginn, yndislega stúlku, fyrir þá sem ekki þekkja Orra er um að ræða stóran, fyrrum handboltastrák með ÍR sem vann lengi við að keyra út pizzur en fór svo í læknisfræði og er nú virtur gynekólok/obstetrikker í Osló, kvæntur hinni norsku Lindu og þau hafa í hyggju að flytjast búferlum til Ålesund.  Mikill missir fyrir Íslenskar konur krafta þessa mæta drengs njóti ekki við á klakanum en svona er ástin, Linda heillaði hann með norskri hnyttni og fegurð og nú nýtur Orri sín best í góðra vina hópi í Hytte med pípu þar sem hann fær að segja sannleikann.

Sjálfur er ég hálf fréttalaus, vinn og safna fyrir Íslandsdvöl í sumar og fæ að vinna á LSP augndeild í 2 vikur og horfa á augu, sé ef ég er heppinn stórstjörnur eins og Óskar og Friðbert  kannske bregða fyrir...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

Sælir og blessaðir. Þú hefur verið að stunda karlmannaíþróttina "áhættuflutninga". Fátt er eins karlmannlegt og að flytja píanó nema kannski það að flytja flygil upp þröngan hringstiga. Hver þarf vesti sem getur lyft píanói?

Annars verð ég sjálfur á onkólógíu LSP í júlí (2 síðustu vikurnar) og það er upplífgandi og stímúlerandi að hugsa til þess að geta étið ofsoðinn fisk með yður í mötuneytinu. 

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 19.4.2007 kl. 04:46

2 identicon

vestid sem thu lystir, er thad blaa prjonavestid med hvitu köntunum sem thu varst i um daginn?

Gudrun (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 09:28

3 Smámynd: Jóhann R Guðmundsson

Jú, ég man ennþá eftir píanóflutninginum á Ásvallargötunni þegar bíólógískur aldur minn jókst um 15 mánuði.

Einmitt Guðrún, elegant litasamsetning á vestinu og góð hugmynd fyrir framtíða prjónavinnu.  Eyrún spurði mig meir að segja hvort vestið væri nýtt og mér tókst ekki einu sinni að snúa mig út úr spurningunni!

Jóhann R Guðmundsson, 20.4.2007 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband