Gleði, gleði, gleði, gleði alla tíð

Ó þvílík hamingja....Liverpool komið í úrslit UEFA.  Ég, Diddi og Mario sátum á Ol´earys í gær og "hejuðum" á Liverpool, enn í fersku minni leikurinn fyrir 2 árum þegar ég horfði einn og öskrandi á leikinn, Vaka gekk í kringum mig áhyggjufull allan leikinn, hundseðlið sagði henni eflaust að ég þjáðist af botnlangabólgu eða dílíku.

Utvecklingssamtalið gekk vel, alveg eins og fjármálaráðherra Svíþjóðar byrjar prófessorinn alltaf sín svör á "nej" sem á víst að vera sniðugt ef maður vill semja sér í hag, svona er reyndar farið með öll mannleg samskipti hvort sem er í prívat lífi, stjórnmálum o.s.frv. þá er "discussion" artform þar sem maður reynir að vinna argument sér í hag og samskipti fullorðins fólks því eins og "þroskuð" Morfís keppni.   Það finnst nokkuð sem heitir Dialog en þá skipta  2 einstaklingar með sér hugmyndum án þess að reyna vinna eitthvað sér í hag en það er sjaldan sem maður rekst á það umræðuform.  Fékk vilyrði om tvöfalda launahækkun á við hina, sennilega að þakka mikilli mælsku minni  á sænskri tungu og ekki skemmir útlitið fyrir, mörgum þykir ég minna á evrópsku útgáfuna af Brad Pitt.

Hörður Bender og Þórunn Jónsd ætla að halda kosninga/Eurovision partí, geisilega skemmtileg hjón og höfðingjar heim að sækja og síðasta kosningapartíið líflegt með hreinni einræðu frá Sigurði Yngva um gildi samkenndar og ábyrgrar hegðunar og mærði hann Guðmund Steingrímsson sem framtíðar fulltrúa yngri kynslóðarinnar á Alþingi. 

Annars allt gott að frétta af Svíþjóð, mikill hagvöxtur, Stokkhólmur þenst út, lítið um erjur, flestir byrjaðir að hugsa sér til hreyfings hér í skerjagarðinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband