Rhegmatogenous Retinal Detachment

rd

 

Jæja, sumarið að bresta á og þess vegna algerlega brjálað að gera í vinnunni, ekki bara vegna sumarleifa heldur vegna aukinnar birtu  og sólar sem svo orsakar aukinn fjölda sjónhimnulosa (Retinal detachment) sem krefjast aðgerðar og það strax.  Fyrir leikmenn getur maður sagt að ef einstaklingur fær einkenni sem samanstanda af ljósblossum, hreyfanlegum þráðum og svo svörtum skugga í sjónsviðinu sem ekki hverfur á hinn sami að leita augnlæknis sama dag ef auðið er.  Retina er stórskemmtilegt en mjög viðkvæmt og fallegt líffæri sem tekur á móti ljósi og flytur þau sem rafboð til heilans þar sem úr þeim er byggð mynd.  Ef maður opererar ekki sjónhimnulos verður augað nær alltaf alveg blint.  Oftast nægir að skera einu sinni og ef Macula lossnar ekki fæst oft jafngóð sjón og áður.  2 megin týpur af aðgerðum,

1) Scleral buckling: silikon band og silikon "koddi) sett í kringum augað og hert að þ.a. augað lengist eilítið, ekki farið með tæki og tól inní augað

2) Pars Plana Vitrectomy: með tækjum og tólum er glerhlaupið tekið úr auganu, vatn, loft, gas eða silikonolía sett í staðin, fer eftir hversu flókin aðgerðin þarf að vera.

Þessar aðgerðir eru nær einungis framkvæmdar á Háskólasjúkrahúsum og því Landspítalinn heima sem sinnir þessu.  Ekkert sem maður getur gert til að minnka líkur á þessum kvilla, þeir sem eru nærsýnir eru í meiru hættu svo og þeir sem fá einhvers konar slys á auga.

Biðst afsökunar á þessum nördaskap, get ekki gert að þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband