kaloríufræði

Ákvað í haust að létta mig eftir niðurlægingarheimsókn í verslunina Diesel sem selur ílla sniðnar dulur, svokallað Slim form sem er í raun verkfæri djöfulsins.  Hvort á maður að girða niður skyrtuna eða láta hana hanga, fyrrnefndi möguleikinn óraunhæfur þegar maður hefur 110 cm bumbu og eina ráðið að hrökklast í H og M og kaupa Regula fit sem er fyrir okkur hin.  Byrjaði sem sagt í http://viktklubb.aftonbladet.se/cm/2.10/2.112 þar sem maður skráir upphafsþyngd och bumbu, síðan er reiknað BMI og maður fær að vita að auknar líkur finnist á hvers kyns cardiovaskular uppákomum misskemmtilegum.  Síðan fær maður plan og getur reiknað út hvað mikið af kaloríum finnst í matnum.  Í hverri viku skrifar maður svo þyngdina sem birtist á línuriti sem er nú einmitt bjútíid við þetta fyrir goal oríentet mann eins og mig, 3 mán seinna búinn að léttast um 12 kg, orðinn 83 kg og fólk í vinnunni farið að spyrja hvort eitthvað sé að mér.  Kostirnir eru þó ótvíræðir, líkaminn hættur að hristast eins og gelmassi þegar ég er í bíl, get keypt föt í Diesel og hef mun meira þol.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

Svo skilst mér að Seglagerðin Ægir saumi sérsniðin föt út slitsterku efni fyrir þá sem ekki hafa rýrt bumbu och upphafsþyngd. Annars óska ég þér til hamingju með þyngdartapið og slíkt er gott svo fremi að ekki fylgi önnur B-einkenni s.s. nætursviti og hitavella (can't help being a hematologist...).

Nú mun augljóst að menn hváðu gerast spengilegir mjög. Hvárt munu þeir á höttunum eptir kvenmannsbelg?

Lifi Aftonbladet! 

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 25.2.2007 kl. 18:11

2 Smámynd: Jóhann R Guðmundsson

er maður svona djöfulli augljós?

Jóhann R Guðmundsson, 26.2.2007 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband