kaloríufræði

Ákvað í haust að létta mig eftir niðurlægingarheimsókn í verslunina Diesel sem selur ílla sniðnar dulur, svokallað Slim form sem er í raun verkfæri djöfulsins.  Hvort á maður að girða niður skyrtuna eða láta hana hanga, fyrrnefndi möguleikinn óraunhæfur þegar maður hefur 110 cm bumbu og eina ráðið að hrökklast í H og M og kaupa Regula fit sem er fyrir okkur hin.  Byrjaði sem sagt í http://viktklubb.aftonbladet.se/cm/2.10/2.112 þar sem maður skráir upphafsþyngd och bumbu, síðan er reiknað BMI og maður fær að vita að auknar líkur finnist á hvers kyns cardiovaskular uppákomum misskemmtilegum.  Síðan fær maður plan og getur reiknað út hvað mikið af kaloríum finnst í matnum.  Í hverri viku skrifar maður svo þyngdina sem birtist á línuriti sem er nú einmitt bjútíid við þetta fyrir goal oríentet mann eins og mig, 3 mán seinna búinn að léttast um 12 kg, orðinn 83 kg og fólk í vinnunni farið að spyrja hvort eitthvað sé að mér.  Kostirnir eru þó ótvíræðir, líkaminn hættur að hristast eins og gelmassi þegar ég er í bíl, get keypt föt í Diesel og hef mun meira þol.

 


Árshátíð Íslendinga í Stokkhólmi

Um helgina var haldin árshátíð Íslendingafélagsins og var fjölmennt á staðinn og mikið stuð.  Skari Skrípó sá um skemmtiatriðin og Páll Óskar var skífuþeytir.  Haldið var veglegt happdrætti, maður gat keypt 6 miða fyrir 100 SEK en að sjálfsögðu unnu bara yfirhagsýnir menn eins og Sigurður Yngvi sem bara keypti einn miða.  Íslendingur ársins var valinn en ég man ekki hvað hann heitir, mesti hrakfallabálkur ársins reyndist hann Diddi vinur minn sem heldur uppi geisigóðri bloggsíðu (http://www.blog.central.is/oneofthemarbros), Guðrún Scheving var að sjálfsögðu valin best klædda konan og fékk nafnbótina tískulögga Stokkhólmar.

Þarna var margt nafnkunnra einstaklinga, á mínu borði kannski hjónin Sigurður og Sunna þekktust en þau eru málkunnug bæði Degi B Eggerts og Guðmundi Steingrímssyni.  Eva María Jónsdóttir þekkti ad sjálfsögðu Sunnu og fór vel á með þeim en ég sat þögull og horfði í gaupnir mér til að segja ekki eitthvað vandræðalegt en í hvert skipti sem ég tala við frægt fólk verð ég stressaður og óðamála.

 Fyrrnefndur Diddi minglaði með mér á milli atriða og þá hitti ég gamlan bekkjarfélaga úr Snælandsskóla sem búsettur hefur verið í 8 ár í Stokkhólmi með finskum sambýlismanni sínum, fágaður maður í teinóttum jakkafötum með silvurslegið hár.  Nú vorum við Diddi líka vel til hafðir, hann í dökkum jakkafötum með slifs en ég í gráum jakkafötum með rauðan, forláta silkihálsklút sem er einmitt í tísku núna.  Við ræddum um ýmis mál en svo mældi hann út Didda sem er svipbjartur maður með slétta andlitshúð og spurði hvort hann væri sambýlismaðurinn minn.

Á sunnudaginn prófaði Eyrún nýjan balletskóla og ekki af verri endanum, kennarinn heitir Sandra og píanóleikarinn Björn, stúlkurnar hlýddu vel og það var hrein unun að horfa á þessar litlu dúllur dansa og framkvæma æfingar á slá.   Síðan voru keyptir ballet skór og nú ætlar hún að prófa þetta næstu vikurnar.

 

 


innibandý frekar en karfa....af hverju

Af einhverjum ástæðum er innibandý vinsælt í Svíþjóð en þá hleypur fólk hálfbeygt um með plast "klubba" og reynir að hitta plastbolta í net anstæðingsins.  Það er lítil fegurð yfir þessu sporti, engin harka og síðast en ekki síst þá er spilað án augnhlífa og það er einmitt þess vegna sem  undirritaður hatar þetta sport.  Ég vinn á augnspítala í Stokkhólmi og hef því tekið á móti ófáum einstaklingum, allt frá 6 ára börnum til fullorðinna með allt frá skrámu til allvarlegra skaða sem krefjast margra skurðaðgerða.  Það er nefnilega létt að reka kyllfuna í andlitið á einstaklingi, eitthvað sem afar sjaldan gerist í íshokký en þar er notast við hjálma með andlitsvörn.

Ég hef því agiterað fyrir körfubolta sportið hefur einhverra hluta vegna ekki orðið mjög vinsælt hér.  Vikulega hittumst við nokkrir Íslendingar og einn grikki og spilum í suður Stokkhólmi nálægt heimili Sigurðar og Sunnu.  Þar er tekið vel á því og um daginn hitnaði í kolunum eftir miklar stimpingar í teignum eða eins og grikkinn Mario orðar það "if you push a lot expect to be pushed a lot" og engin furða af hverju við landarnir elskum hann.

 Helgi Þór Hjartarson vinur okkar missti af þessum tíma en notaði tímann til að hripa niður nokkrar reglur sem við fórum eftir í síðasta tíma með góðum árangri 

 Man får..

1) ej får sparka motståndaren i skrevet (það sem finnst á milli skrefsins)

2) ej får peta motståndaren i ögonen (vissa kan ha svårt för just denna regel)

3) ej får spotta på motståndaren

4) ej får snacka skit om motståndarens fru/sambo eller barn

5) ej får skratta högljudd när motståndaren gör sig illa (vissa kan även ha svårt för denna regel).

 Fór á skauta með Eyrúnu, Guðrúnu, Sunnu og Kötlu í dag í Vasastan í blíðskaparveðri og þótti betri en síðast, datt þó og sló hendinni í höfuðið á 5 ára barni sem betur fer hafði hjálm en það small til í honum og fólk horfði soldið skringilega á mig...er hann að slá barnið?  Eyrún fékk einnig að reyna fyrir sér í ballet í dag, reynslutími og bara hún og Katla vinkona sem mættu og fengu einkakennslu, ótrúlega sætar en soldið erfitt að herma eftir kennaranum í heilan tíma.

Handboltinn búinn, ég, Hörður, Siggi, Einar Gunnar og Diddi horfðum á helv.. danaleikinn á O'learys veitingastað og öskruðum okku hása innan um kurteisa svía sem voru að fá sér mat, þar að auki ekkert hljóð á leiknum heldur bara á innheimskum íshokkýleik.  Strákarnir stóðu sig bara vel og ég mun alltaf muna eftir leiknum í Globen þegar við unnum Svía.

 


Lars Danielsson

Nýjar upplýsingar í Tsunami "herfuni", Svenska Dagbladet hefur birt greinar um að upplýsingar ritara (Lars Danielsson) Görans Person séu í ósamræmi við innihald Tsunami upptaka sem m.a. skrá hvenær ráðamenn fengu vitneskju um flóðbylgjuna ógurlegu sem kostaði fjölda svía lífið.  Málið viðkvæmt og ljóst að björgunarsveit þeirra getur ekki ræst sig út á sama hátt og á Íslandi, því miður gamalt kerfi hírarkís og bírókratisma hvert niður traðkar frumkvæði og kjark.  danielsson

"Det är ett hopkok av gamla uppgifter, anonyma källor och insinuationer" segir Lars og tjáir sig ei frekar um þetta. 

Fyrir þá sem ekki fylgjast með sænskum stjórnmálum...(frá SvD)

6 okt 2006: SvD upplýsa að stjórn Persson strokaði út símalistana eftir Tsunami

12 okt :  yfirlýsing frá skrifstofu stjórnar um að meilin finnist ekki heldur, SvD staðhæfir að þau finnist í einhverjum skáp, samtals 152 spólur 

23 okt: SvD upplýsir að það er yfirlögfræðingur að nafni Bengt Nordqvist hafi beðið um að eyða spólunum.

15 nóv: SvD upplýsir ad 30 af 152 spólum hafi horfið....daginn eftir byrjar rannóknin

Núna: nýjar upplýsingar sem sýna fyrrnefnt ósamræmi

þá er spurt, hvað gerðu ráðamenn þegar þeir heyrðu um Tsunami, hverjir reyndu að dylja sannleikan og af hverju?

Las bók  á sænsku fyrir Eyrúnu mína um daginn (6 ára) eftir 3 mín spurði hún; "Pabbi, ertu til í að lesa á Íslensku?".  Ég spurði af hverju og þá flissaði hún bara, það er ekki hægt að tala sænsku og vera kúl, gengur bara ekki og enn síður með skánskum hreim.


bloggstart

Hejsan

tími til kominn að blogga og kunngjöra hvers kyns óra þá og undranir sem rata á heilabörkinn, ég er íslendingur sem bý í suður hluta Stokkhólmar, nánar til getið Huddinge þar sem fyrsta vorteiknið er ekki fagur fuglahljómur heldur röltandi utangarðsmenn með rjóða í vöngum af hækkandi sól.

skrifin ætluð ættingjum og vinum og öðrum sem áhuga hafa.  Yndislegt vetrarveður í dag, fór með 6 ára dóttur minni Eyrúnu að skauta á glæsilegu skautasvelli, notaði 20 ára gamla gljáfægða, svarta skauta sem þó juku ei hróður minn og fór svo að ég rann beint á hausinn.  Eyrún bara hristi hausinn og hló enda sjálf miklu flinkari með samhæfðar hreyfingar og mýkt. Lítið að frétta hér, ekkert fjallað um handboltan enda skammast svíar sín ennþá eftir að við unnum þá í Globen en þeir koma bara fílefldir næst.


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband